ÁRNI TORFASON
HOMEPROJECTSABOUT

JINKA ZONAL HOSPITAL
NOVEMBER 2009
JINKA ZONAL HOSPITAL

Jinka er stærsta borgin í Suður-Omo-héraði, suðvestast í Suður-Eþíópíu, og jafnframt aðsetur héraðsstjórnarinnar. Bærinn Jinka var reistur á síðari árum stjórnartíðar Haile Selassie keisara. Sjúkrahúsið er ríkisspítali byggður 1993. Norska kristniboðsfélagið (NLM) varð við áskorun heilbrigðisyfirvalda í Eþíópíu um rekstur spítalans. Kristniboðsfélagið sér um rekstur skurðlæknis- og fæðingardeildar. Stjórnun sjúkrahússins er að öðru leyti í höndum eþíópskra lækna og hjúkrunarliðs. Á skurðlæknis- og fæðingardeild eru 60 sjúkrarúm. Kristniboððsfélagið ábyrgist að einn skurðlæknir, ljósmóðir og sérmenntuð hjúkrunarkona stjórni skurðlæknis- og fæðingardeild. Næsta sjúkrahús er í Arba Minch í Norður-Omo fylki í 300 km fjarlægð. Samgöngur þangað eru með áætlunarbílum á vegi sem hentar best bílum með fjórhjóladrifi. Flugsamband var einnig til Arba Minch og Addis Ababa, en áætlunarflug hefur verið lagt niður. Flugvöllurinn er þó nothæfur. Jinka er í um 900 km fjarlægð frá Addis Ababa og tekur tvo daga að keyra á milli en gista þarf á leiðinni.


GUNNAR NELSON
DECEMBER 2008

TRACK AND FIELD
JULY 2008

COMMERCIAL WHALING
NOV. 2006

STRONGMAN
NOVEMBER 2006
arni@torfason.is | +354 869 5330